Tilnefning til alþjóðlegra verðlauna

14.10.2010

Fréttir
Fjallendi með snjóbreiðum á Íslandi, texti þar sem stendur 'Vantar mynd'

Fyrsta sérhannaða byggingin undir eina af gestastofum Vatnajökulsþjóðgarðsins er risin og komin í rekstur að Skriðuklaustri. Hún hlaut nafnið Snæfellsstofa og hefur verið tilnefnt til Mies van der Rohe arkitektarverðlauanna.

Tilnefning til alþjóðlegra verðlauna

Byggingin hefur verið tilnefnd sem eitt af fimm íslenskum verkefnum til Mies van der Rohe arkitektaverðlaunanna. Arkitektastofan ARKÍS í Reykjavík sá um byggingarhönnun hússins undir forystu Birgis Teitssonar en EFLA um alla verkfræðihönnun, aðra en rafhönnun.

EFLA sá enn fremur um undirbúning fyrir vistvæna BREEAM-vottun mannvirkisins (það fyrsta þeirrar tegundar hér á landi) og er vottunarferlið hafið.