Umhverfisvöktun iðnaðarsvæðis á Grundartanga 2020

02.06.2021

Fréttir
A scenic view of a costal area overlaid with a green magnifying glass icon

EFLA hefur tekið saman niðurstöður umhverfisvöktunar iðnaðarsvæðiðsins á Grundartanga.

EFLA hefur tekið saman niðurstöður umhverfisvöktunar iðnaðarsvæðiðsins á Grundartanga fyrir árið 2020. Norðurál, Elkem Ísland og Alur standa að vöktuninni sem fór fram samkvæmt umhverfisvöktunaráætlun sem gildir til ársins 2028.

Umhverfisvöktun iðnaðarsvæðis á Grundartanga

Markmiðið með vöktuninni er að meta þau áhrif á umhverfið sem starfsemin á iðnaðarsvæðinu við Grundartanga veldur.

Eftirfarandi þættir voru vaktaðir: loftgæði (andrúmsloft og úrkoma), ferskvatn, sjór við flæðigryfjur, klapparreitir, hey, gróður (gras, lauf og barr) og grasbítar (sauðfé og hross).

Niðurstöður umhverfisvöktunar iðnaðarsvæðisins á Grundartanga árið 2020 fyrir ferskvatn, gras, hey og sjó leiða í ljós að öll viðmiðunarmörk eru uppfyllt, sem sett eru í reglugerðum.

  • Loftgæðamælingar fyrir flúoríð á Kríuvörðu mældust utan viðmiðunarmarka starfsleyfis. Aðrar mælingar á flúor eru innan starfsleyfismarka auk þess sem aðrar loftgæðamælingar í andrúmslofti uppfylla öll viðmiðunarmörk í reglugerðum
  • Flúor í gróðri mældist undir þolmörkum gróðurs á öllum mælistöðvum
  • Flúor í grasi mældist undir reglugerðamörkum um magn flúors í fóðri
  • Ekki er sýnilegur skaði á fléttum sem rekja má beint til loftmengunar vegna brennisteins eða flúors
  • Ekki er greinlegt samband á milli tannheilsu sláturfjár og styrk flúors í kjálkabeinum
  • Áhrif flúors voru ekki greinanleg á tönnum eða liðum lifandi sauðfjár og hrossa
  • Á síðustu tólf árum er stefna breytinga á flúorstyrk í fullorðnu fé til lækkunar en engin breyting er á magni flúors í lömbum

Skýrslan

Umhverfisvöktun Iðnaðarsvæðisins á Grundartanga. Niðurstöður ársins 2020