Uppbygging jarðhitaþekkingar í Kenýa

19.06.2015

Fréttir
Fjallendi með snjóbreiðum á Íslandi, texti þar sem stendur 'Vantar mynd'

EFLA verkfræðistofa og Þróunarsamvinnustofnun Íslands (ÞSSÍ) hafa undirritað samstarfssamning um verkefni tengd jarðhita í Kenía. Verkefnið felur í sér að endurskoða hugmyndalíkan af Suswa jarðhitasvæðinu í Kenía, ákvarða staðsetningar á tilrauna borholum sem og að aðstoða og þjálfa starfsmenn Geothermal Development Company (GDC) við mælingar og smíði hugmyndalíkans fyrir jarðhitasvæði.

Uppbygging jarðhitaþekkingar í Kenýa

Verkefnið er einn þáttur í áætlun ÞSSÍ um þróun jarðhita og uppbyggingu þekkingar á sviði jarðhitanýtingar í Austur Afríku. Verkefnið er fjármagnað í sameiningu af ÞSSÍ og Norræna Þróunarsjóðinum (NDF).EFLA var hlutskörpust í alþjóðlegu útboði um verkið og hefst vinna við það nú í júní.

Suswa jarðhitasvæðið er staðsett í Great Rift dalnum um 100 km frá Nairobi, höfuðborg Kenía. Svæðið er í yfir 2000 metra hæð og er talið geta staðið undir allt að 600 MW orkuframleiðslu.