Við hjá EFLU tökum mið af þörfum okkar fólks og vorið kallaði á breytta vinnutilhögun og aukna fjarvinnu. Það hefur því rýmkað til í nýja skrifstofuhúsnæðinu okkar að Lynghálsi 4 og leitum við að meðleigjanda.
Uppfært 11.08.2021: Því miður er ekki laust skrifstofurými í húsnæði okkar eins og stendur. Velkomið að hafa samband við okkur fyrir nánari upplýsingar.
Um er að ræða fyrsta flokks húsnæði sem er hannað í takt við þarfir nútímans og kröfuharða notenda. Mikil áhersla var lögð á góða hljóðvist, mikil loftgæði og vandað efnisval samkvæmt kröfum BREEAM vistvænnar hönnunar. Parket er á gólfum, kerfisloft og lýsing sem er rafmagnsstýrð eftir birtustigi og fer afar vel um fólk í húsnæðinu.
Á fyrstu hæð hússins er mötuneyti, móttaka og fundarsvíta sem möguleiki er á að samnýta. Glæsilegt útsýni er yfir Reykjavík í átt að Esju.
Húsnæðið er á fimm hæðum og eru nokkur rými á 2.-5. hæð laus strax.