Útboðshönnun nýrrar virkjunar

12.01.2009

Fjallendi með snjóbreiðum á Íslandi, texti þar sem stendur 'Vantar mynd'

Starfsmenn EFLU á Orkusviði, þ.e. þeir sem sinna vatnsaflsvirkjunum, eru nú að leggja lokahönd á útboðshönnun Búðarhálsvirkjunar fyrir Landsvirkjun.

Verkfræðihönnun við Búðarháls

Búðarhálsvirkjun verður um 80 MW og virkjar fall Köldukvíslar og Tungnaár milli Hrauneyjafoss og Sultartanga.

EFLA sér um verkfræðihönnun allra mannvirkja við Búðarháls en Verkís hannar vél- og rafbúnað og Mannvit lokubúnað og fallpípur.

Arkitektar verkefnisins eru Arkitektastofan OG, og hafa þeir unnið meðfylgjandi mynd af stöðvarhúsi og inntaki virkjunarinnar.