Vel heppnuð ráðstefna

31.05.2024

Fréttir
Fólk við kynningarbás.

Starfsfólk EFLU var meðal þátttakenda á ráðstefnunni Iceland Geothermal Conference sem var haldin í Hörpu dagana 28.-30. maí. Ráðstefnan heppnaðist vel og var starfsfólk EFLU mjög ánægt með hvernig til tókst.

Erindi og kynningarbás

EFLA stóð fyrir þremur erindum á ráðstefnunni, fyrirlesarar voru Aron Óttarsson vélarverkfræðingur, Alexandra Kjeld umhverfisverkfræðingur og Reynir Sævarson fyrirliði viðskiptaþróunar og nýsköpunar EFLU. Hægt er að lesa nánar um erindi þeirra hér.

Kynningarbás EFLU á sýningarsvæði ráðstefnunnar var vel sóttur og sköpuðust þar áhugaverðar umræður milli sérfræðinga EFLU og gesta ráðstefnunnar um nýtingu jarðvarma.

Við þökkum öllum sem komu við á kynningarbás og hlýddu á erindi EFLU á ráðstefnunni.