Málefni tengd fasteignum og rakaskemmdum voru rædd á EFLU-þingi sem fór fram fimmtudaginn 2. maí. Umfjöllunarefnin voru sýnataka í húsnæðum vegna rakaskemmda og úrræði í tengslum við ágreiningsmál vegna fasteignagalla.
Vel sótt EFLU-þing
Viðburðurinn var afar vel sóttur, en um 70 manns mættu á hann, og sköpuðust líflegar umræður á staðnum. Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, fagstjóri hjá EFLU, fjallaði um sýnatökur vegna rakaskemmda og túlkun niðurstaðna. Sagði hún að mikilvægt væri að samræma aðferðir við rannsóknir á rakaskemmdum og lýsa rannsóknaraðferðum þannig að hægt sé að sannreyna niðurstöðurnar með því að endurtaka rannsóknina. Það myndi draga úr ósamræmi á milli fagaðila og auka marktækni. Þá benti Sylgja Dögg á tæki og útbúnað sem hægt væri að nota þegar kemur að sýnatöku og mælingum á raka.
Haukur Örn Birgisson, lögmaður hjá Íslensku lögfræðistofunni, hélt erindi þar sem hann fór yfir þau atriði sem hafa þarf í huga þegar upp koma gallar í fasteignum. Haukur Örn fór yfir þau úrræði sem standa kaupendum og seljendum til boða við ágreining í kjölfar fasteignaviðskipta og hvernig ferlið er við úrlausn slíkra ágreiningsmála fyrir dómstólum.
Við þökkum öllum gestum fyrir komuna, það var ánægjulegt hvað margir sáu sér fært að mæta.
- 1 / 3
Góð mæting var á EFLU-þing.
- 2 / 3
Sylgja Dögg hélt erindi um sýnatökur í tengslum við rakaskemmdir.
- 3 / 3
Haukur Örn fór yfir hvaða atriði þarf að hafa í huga í tengslum við fasteignagalla.