Verkefnastjóri í skipulagsmálum

21.07.2021

Fréttir
A close up picture of  green leaves and some texts overlaying on it

Við leitum að verkefnisstjóra í skipulagsmálum.

Vilt þú taka þátt í mótun samfélagsins? EFLA leitar að öflugum verkefnisstjóra í skipulagsmálum á samfélagssvið fyrirtækisins.

Verkefnastjóri í skipulagsmálum

EFLA leitar að öflugum starfsmanni með sérfræðiþekkingu í skipulagsmálum á Samfélagssvið fyrirtækisins. Viðfangsefnin felast í vinnu við fjölbreytt aðal- og deiliskipulagsverkefni og ýmsa umhverfis- og sérfræðivinnu í tengslum við skipulagsáætlanir.

Sérstaklega er sóst eftir starfsmanni með þekkingu á borgarhönnun, byggðarþróun og landnotkun og reynslu í verkefnastjórnun fjölbreyttra verkefna á sviði stefnumörkunar-og skipulagsmála.

Helstu verkefni

  • Hönnunar- og verkefnastjórnun
  • Skipulagsáætlanir, aðallega í þéttbýli
  • Almenn skipulagsráðgjöf
  • Stefnumótun tengd skipulagsmálum

Hæfniskröfur

  • Menntun sem nýtist í starfi, s.s. skipulagsfræði, arkitektúr og landslagsarkitektúr,
  • Reynsla af skipulagsmálum og verkefnastjórnun
  • þekking á vistvænu skipulagi og áætlanagerð
  • Þekking á landfræðilegum upplýsingakerfum (GIS)
  • Skipulagshæfileikar og góð almenn tölvukunnátta
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
  • Gott vald á íslensku og ensku, þekking á norðurlandamáli er kostur
  • Samskiptahæfni og lausnamiðuð hugsun

Öll starfsemi EFLU byggir á teymishugsun þar sem samvinna, þátttaka og samábyrgð í sterkri liðsheild eru grundvallaratriði.

Umsókn, með upplýsingum um menntun og starfsreynslu, skal berast rafrænt í gegnum ráðningarvef EFLU fyrir 31. ágúst 2021. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Nánari upplýsingar veitir sviðsstjóri samfélagssviðs, Helga J. Bjarnadóttir.

Sækja um

EFLA vill fá til liðs við sig kraftmikið, jákvætt og metnaðarfullt starfsfólk sem skarar fram úr á sínu sviði. Við vinnum fjölbreytt verkefni í teymum þvert á svið og svæði. Við bjóðum upp á afbragðs starfsumhverfi, áhugaverðan starfsvettvang í alþjóðlegu umhverfi og góðan starfsanda.