Verkfræðihönnun Grunnskólans í Hveragerði

08.05.2020

Fréttir
3D model of a white building with large glass window in the front

EFLA sá um verkfræðihönnun nýrrar viðbyggingar í Grunnskólanum í Hveragerði.

EFLA sá um alla verkfræðihönnun fyrir nýja viðbyggingu við Grunnskólann í Hveragerði. Skóflustunga að viðbyggingunni var tekin á dögunum en gert er ráð fyrir að framkvæmdum ljúki í júlí 2021.

Verkfræðihönnun Grunnskólans í Hveragerði

Á næstu misserum standa yfir spennandi framkvæmdir hjá Hveragerðisbæ en fyrsta skóflustunga að nýrri viðbyggingu við grunnskólann í Hveragerði var tekin á dögunum. Um er að ræða 750 fm viðbyggingu á tveimur hæðum sem mun hýsa 6 kennslustofur ásamt rýmum sem nýtast á fjölbreytan máta við kennslu. Auk byggingarframkvæmdanna verður unnið við lóð og göngustíga við skólann.

Við hönnun byggingarinnar var unnið að því að uppfylla óskir arkitekts og eigenda m.t.t. rýmis og útlits ásamt því að tryggja góða innivist fyrir nemendur og starfsfólk.

Arkitekt byggingarinnar er dr. Maggi Jónsson en EFLA sá um alla verkfræðiráðgjöf og hönnunarstjórnun. Verktaki framkvæmdarinnar er Reir verk.

Hlutverk EFLU fólst í:

  • Verkefnastjórnun
  • Hönnun allra verkfræðifaga
  • Kostnaðarráðgjöf
  • Framkvæmdaráðgjöf