Verkfræðihönnun svefnskála

16.11.2020

Fréttir
3D model of a building complex with minimalistic design

EFL A sá um verkfræðihönnun nýrra svefnskála fyrir Landhelgisgæsluna. Líkanmynd Gríma arkitektar.

EFLA annast verkfræðihönnun byggingar á svefnskálum fyrir Landhelgisgæsluna sem staðsettir eru á öryggissvæði Keflavíkurflugvallar.

Verkfræðihönnun svefnskála

Fyrirhugað er að byggja svefnskála fyrir Landhelgisgæsluna sem eru ætlaðir erlendum liðsafla sem dvelur tímabundið á svæðinu. Í fyrsta áfanga verður byggð ein bygging með 50 einstaklingsherbergjum en fyrirhugað er að fjölga þeim í sex byggingar með 300 svefnplássum fram til ársins 2024. Gert er ráð fyrir að húsið verði staðsteypt og klætt að utan.

Um þessar mundir stendur verkefnið í forhönnunarfasa en gert er ráð fyrir að fullnaðarhönnun fari á fullt núna í nóvember. Áætlað er að jarðvinna hefjist strax í desember og eru verklok áætluð í desember 2021.

EFLA sér um eftirfarandi þætti í verkfræðihönnun bygginganna

  • Burðarvirki
  • Brunahönnun
  • Hljóðvist
  • Lagnir og loftræsing
  • Raflagnir

Verkið kom í gegnum alútboð sem Framkvæmdasýsla ríkisins stóð fyrir og var EFLA í teymi með Alverk og Grímu arkitekta.

3D model of a building complex with minimalistic design

Smelltu á myndina til að sjá hana stærri.