Verkfræðistofa Austurlands sameinast EFLU

08.07.2014

Fréttir
Fjallendi með snjóbreiðum á Íslandi, texti þar sem stendur 'Vantar mynd'

Um síðustu mánaðamót sameinaðist Verkfræðistofa Austurlands EFLU verkfræðistofu. Fyrirtækin tvö hafa verið í umtalsverðu samstarfi undanfarin ár, sem hefur skilað góðum árangri og verið báðum aðilum til hagsbóta.

Verkfræðistofa Austurlands sameinast EFLU

Með þessum breytingum er verið að renna styrkari stoðum undir þá starfsemi og þjónustu sem fyrirtækin hafa stundað á Austurlandi og gefa starfsmönnum kost á að takast á við stór og spennandi verkefni um allt land og erlendis. Einnig er verið að tryggja fjölbreytt bakland í þekkingu og þjónustu.

Einar Andrésson er svæðisstjóri EFLU á Austurlandi en starfsstöðvar á svæðinu eru nú þrjár, staðsettar á Reyðarfirði, Egilsstöðum og Seyðisfirði. Þjónustan sem verið hefur hjá Verkfræðistofu Austurlands verður áfram óbreytt og engar breytingar verða í hópi starfsfólks við sameininguna. Dagleg stjórn skrifstofunnar á Egilsstöðum verður áfram í höndum þeirra sem þar hafa starfað um langt árabil. Áfram verður lögð höfuðáherslu á öfluga starfsemi og þjónustu á Austurlandi.

Fastráðnir starfsmenn EFLU samstæðunnar eru nú um 250 talsins og hefur þeim fjölgað um rúmlega 30 % undanfarin þrjú ár. Á Austurlandi starfa í dag 18 manns í fullu starfi og aukalega eru 4 sumarstarfsmenn og efnilegir framtíðarstarfsmenn. EFLA leggur mikla áherslu á að styrkja starfsemina bæði innanlands og erlendis, starfar í öllum landshlutum á Íslandi, er einnig þátttakandi í fyrirtækjum í sjö öðrum löndum og með verkefni víða um heim.