Vetrarhátíð Reykjavíkur og EFLA

07.02.2014

Fréttir
Fjallendi með snjóbreiðum á Íslandi, texti þar sem stendur 'Vantar mynd'

Vetrarhátíð Reykjavíkur var sett í gær. Listaverk sem kallast "Styttur borgarinnar vakna" er ljóslistaverk sem tveir starfsmenn EFLU, þeir Kristján Gunnar Kristjánsson lýsingahönnuður og Arnar Leifsson rafiðnfræðingur unnu. Ljósverkið gengur út á það að nota margmiðlunartækni og RGB - LED lýsingu til að vekja stytturnar til lífs.

Vetrarhátíð Reykjavíkur og EFLA

Þegar skyggja tekur umbreytist Listagarður Einars Jónssonar og styttur garðsins vakna til lífsins. Myndabrellum verður varpað á styttur í garðinum og á bakhlið listasafnsins. Garðurinn verður lýstur upp með breytanlegri lýsingu til að kalla fram draumkennda upplifun áhorfandans.

Ljósverkefnið var styrkt af Kultur Kontakt Nord sjóðinum en einungis eitt íslenskt verkefni fékk styrk af 50 innsendum umsóknum sem bárust víðs vegar frá Evrópu. Í kjölfarið af vetrarhátíð verður verkið sett upp í Manchester Englandi, Þórshöfn Færeyjum og mögulega víðar í Evrópu. Frekari upplýsingar um samkeppnina.

Hægt er að fá frekari upplýsingar um ljóslistaverkið á Fésbókarsíðu sýningarinnar sem kallast Myrkraverk.