Árið 2024 var annasamt fyrir starfsfólk EFLU, bæði út á við sem og inn á við. Auk þess að sinna fjölda verkefna um allan heim var nóg að gera innanhúss, hvort sem það var í höfuðstöðvum samstæðunnar í Reykjavík, á svæðisstöðvum á landsbyggðinni eða dótturfélögum um allan heim.
Alþjóðleg stækkun og ný skrifstofa
Á árinu tók dótturfélag EFLU í Póllandi, ISPOL – PROJEKT, upp nafnið EFLA. Auk þess var nýtt dótturfélag stofnað í Danmörku, EFLA ApS, sem er með skrifstofu staðsetta í Kaupmannahöfn. Með þessu starfar EFLA nú með formlegum hætti í sjö löndum, Íslandi, Noregi, Svíþjóð, Skotlandi, Frakklandi, Póllandi og Danmörku.
EFLA lagði áherslu á að bæta þjónustu sína á landsbyggðinni með opnun nýrrar starfsstöðvar á Vesturlandi í byrjun árs. Starfsstöðin er staðsett á Hvanneyri og svæðisstjórinn Orri Jónsson leiðir starfsemina þar. Vesturland bætist þannig í hóp starfstöðva EFLU á landsbyggðinni, sem fyrir eru á Suðurlandi, Austurlandi, Norðurlandi og Vestfjörðum.

Samfélagsleg ábyrgð
Sjálfbærni- og ársskýrsla EFLU fyrir árið 2023 var gefin út með sérstakri vefsíðu þar sem helstu niðurstöður eru dregnar fram. Í skýrslunni var fjallað um árangur EFLU á sviði samfélagslegrar ábyrgðar, sjálfbærni og rekstrarupplýsinga. Þetta er hluti af stefnu EFLU til að sýna ábyrgð og gagnsæi í starfsemi sinni.
EFLA hlaut viðurkenningu Creditinfo sem Framúrskarandi fyrirtæki í 15. árið í röð. Þetta ár náði fyrirtækið einstökum árangri, og var í 49. sæti á lista yfir öll framúrskarandi fyrirtæki á Íslandi. EFLA var í fyrsta sæti á lista fyrirtækja í sinni atvinnugrein, vísindalegri, tæknilegri og sérfræðilegri starfsemi.

Bleiki dagurinn og fæðingarstykur
Starfsfólk EFLU tók virkan þátt í Bleika deginum, þar sem klætt var í bleikt og boðið upp á bleikar veitingar. Markmið dagsins er að sýna stuðning og samstöðu með konum sem hafa greinst með krabbamein.
EFLA tók stórt skref í átt að betri samræmingu vinnu og einkalífs með því að bjóða starfsfólki sínu fæðingarstyrk meðan það er í fæðingarorlofi.