Starfsfólk EFLU stóðu fyrir og tóku þátt í innlendum og alþjóðlegum viðburðum þar sem fjallað var m.a. um sjálfbærni, nýsköpun og innviðaþróun.
Teiti og tækni
EFLA hélt fjögur vel heppnuð viðskiptavinaboð á árinu. Fyrsta boðið fór fram í Ketilhúsinu á Akureyri í mars. Í maí fjölmenntu viðskiptavinir í Gamla bíó í Reykjavík á fallegum vordegi. Á Ísafirði var viðskiptavinaboð í Edinborgarhúsinu, samhliða EFLU þingi. Árið endaði á viðburði í Risinu á Selfossi þar sem Suðurland var í fókus. EFLA hyggst halda áfram með viðburðina á komandi ári, í takt við þær góðu viðtökur sem þau fengu.
EFLA stóð fyrir vísindaferðum á Norðurlöndunum í nóvember. Háskólanemendum í Svíþjóð, Danmörku og Noregi var boðið til viðburðar í hverju landi fyrir sig þar sem starfsfólk EFLU kynnti fyrirtækið og þá starfsmöguleika sem eru í boði fyrir fólk að loknu námi. Auk þess var stór vísindaferð haldin á Lynghálsi 4 í Reykjavík, höfuðstöðvum EFLU, í september þar sem nemendur í Háskóla Íslands og Háskóla Reykjavíkur mættu til að kynna sér starfsemi EFLU.
EFLA tók þátt í verkefninu Stelpur, stálp og tækni, þar sem 50 grunnskólanemendur heimsóttu höfuðstöðvar fyrirtækisins í maí. Markmiðið var að hvetja stúlkur og stálp til að skoða möguleika í tækninámi og störfum, og þar með rjúfa staðalímyndir um iðnaðinn.

Kaupmannahöfn og Bessastaðir
EFLA hélt áfram að styrkja tengsl við Danmörku á árinu, þar sem fyrirtækið opnaði skrifstofu í Kaupmannahöfn. Í október fylgdu Sæmundur Sæmundsson, framkvæmdastjóri, og Birta Kristín Helgadóttir, sviðsstjóri orku, forseta Íslands í heimsókn til Danmerkur. Með áherslu á græna orku, sjálfbærni og nýsköpun var heimsóknin liður í að efla samstarf við danska samstarfsaðila um orkuskipti og sjálfbæra þróun.
Forsetahjónin fyrrverandi, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid, tóku á móti starfsfólki EFLU og annarra fyrirtækja í júlí til að þakka framlag þeirra við verndun innviða á Reykjanesi vegna náttúruvár. Um 20 fulltrúar EFLU mættu á viðburðinn.
