Viðskiptasendinefnd Kúrda í heimsókn

23.09.2010

Fréttir
Fjallendi með snjóbreiðum á Íslandi, texti þar sem stendur 'Vantar mynd'

Sextán manna viðskiptanefnd frá sjálfsstjórnarsvæði Kúrda í Norður-Írak heimsótti höfuðstöðvar EFLU þriðjudaginn 21. september.

Viðskiptasendinefnd Kúrda í heimsókn

Nefndin ræddi við forsvarsmenn EFLU um hugsanlegt samstarf og ráðgjöf á ýmsum sviðum. Undanfarin ár hefur mikil uppbygging átt sér stað á svæðinu á sviði samgangna og mannvirkja.

Stærsta borgin er höfuðstaðurinn Erbil en aðrar stórar borgir eru Sulaimany og Duhok. Um 5 milljónir manna búa á sjálfstjórnarsvæðinu.

Helstu útflutningstekjur fást úr miklum gas- og olíulindum í þessum hluta Íraks.

Á fundinum komu fram ýmsar áhugaverðar hugmyndir sem ræddar verða nánar á næstu vikum.