Viðskiptavinaboð EFLU í Reykjavík

17.05.2024

Fréttir
Fólk í veislusal.

EFLA stóð fyrir boði fyrir viðskiptavini sína og samstarfsaðila á höfuðborgarsvæðinu í Gamla bíó og Petersen-svítunni fimmtudaginn 16. maí. Viðskiptavinaboðið heppnaðist gríðarlega vel og var mikil ánægja meðal gesta sem fjölmenntu.

Fólk á svölum.

Mikilvægt tækifæri

Boð sem þetta er mikilvægt tækifæri fyrir starfsfólk EFLU í Reykjavík til að hitta viðskiptavini og samstarfsaðila utan vinnu til að fagna góðu gengi og samstarfi, styrkja tengslin og hitta aðra aðila út íslensku atvinnulífi. Tilgangnum var náð og sköpuðust áhugaverðar samræður og skemmtilegt andrúmsloft um allt hús.

Í Gamla bíó var boðið upp á ljúfa tóna og léttar veitingar á meðan leikjagleði og lifandi tónlist flæddi um Petersen-svítuna. Úr varð viðburður þar sem öll gátu fundið eitthvað við sitt hæfi.

Starfsfólk EFLU þakkar gestum kærlega fyrir komuna, samveruna og samræðurnar.