Vinnsla hafin í nýbyggðu uppsjávarfrystihúsi

04.01.2017

Fréttir
Fjallendi með snjóbreiðum á Íslandi, texti þar sem stendur 'Vantar mynd'

Nýtt uppsjávarfrystihús Eskju á Eskifirði hefur tekið til starfa og hófst vinnsla á sjávarafurðum í lok nóvember. Húsið, sem er um 7.000 fm, reis á mettíma, en hafist var handa við byggingu þess í apríl 2016.

Vinnsla hafin í nýbyggðu uppsjávarfrystihúsi

Verksmiðjan er hátæknivædd og eru allir vinnsluferlar í nýja húsinu sjálfvirkir. Þannig taka vigtarkerfi við fiskinum, myndgreiningarkerfi notað til að sía út skemmdan fisk og að lokum sjá pökkunarvélar um frágang á afurðinni. Frysting aflans er afar hröð og án þrýstings, sem gerir það að verkum að hámarksgæði eru tryggð.

EFLA verkfræðistofa sá um byggingarhönnun hússins ásamt samræmingu og ráðgjöf til verktaka.

Hjá uppsjávarfrystihúsinu starfa um 40 - 50 manns á tvískiptum vöktum og býður nýja verksmiðan upp á vinnslu á fjölbreyttum uppsjávarafla.

Við óskum Eskju til hamingju með nýtt og stórglæsilegt uppsjávarfrystihús.