World Geothermal Congress 2023

14.09.2023

Fréttir
A geothermal area with steam rising from the ground

Alþjóðlega jarðvarmaráðstefnan World Geothermal Congress, WCG, fer fram í Peking í Kína dagana 15. – 17. september næst komandi. EFLA tekur þátt í ráðstefnunni ásamt fleiri íslenskum fyrirtækjum á sviði jarðarvarma í gegnum samstarfsvettvanginn Grænvang eða Green by Iceland.

World Geothermal Congress 2023

Á ráðstefnunni mætast sérfræðingar bæði af atvinnumarkaði og úr háskólasamfélaginu, fólk úr fjármálageiranum, frjáls félagasamtök, ráðherrar og aðrir þátttakendur ríkisstjórna, og deila þekkingu sinni um nýtingu jarðvarma.

Ráðstefnan er haldin þriðja hvert ár og er einn stærsti viðburður í jarðvarmamálum á heimsvísu þar sem þekking og nýsköpun innan fagsins eru í fyrirrúmi.

Jarðvarmi er einn af mikilvægustu endurnýjanlegum orkukostum sem í boði eru í dag og hefur þekking á nýtingu jarðvarma til raforkuvinnslu byggst upp á undanförnum áratugum á Íslandi.

EFLA tekur þátt í Íslandsbás Green by Iceland ásamt Ísor, Landsvirkjun, OR, Verkís, Jarðborunum og Mannvit/Cowi.

Íslensk fyrirtæki sem verða á svæðinu utan bássins eru On Power, Carbfix, HR, HÍ, GRÓ-GTP og Orkustofnun.

Hægt er að lesa nánar um ráðstefnuna og skoða dagskrána á vefsíðu WGC .