Fréttir


Fréttir

EFLA á árlegum Steinsteypudegi

8.2.2023

EFLA verður á Steinsteypudeginum sem haldinn verður á Grand Hótel föstudaginn 10. febrúar. Um er að ræða árlegan viðburð sem er haldin af Steinsteypufélaginu. 

  • EFLA á Steinsteypudeginum 2021
    Guðni Jónsson og Vigdís Bjarnadóttir á Steinsteypudeginum árið 2021.

Dagskráin hefst kl. 8:30 og stendur til kl. 16:10 og verður boðið upp á erindi, fyrirlestra, pallborðsumræður og fleira auk þess sem Steinsteypuverðlaunin verða veitt í lok dags.

Guðni Jónsson, byggingaverkfræðingur, sem starfar á rannsóknarstofu EFLU við að greina og prófa steypu og önnur jarðefni verður á staðnum fyrir hönd fyrirtækisins. Guðni er einnig í stjórn Steinsteypufélagsins. 

Við bjóðum öll sem mæta á Steinsteypudaginn velkomin að líta við í bás EFLU og ræða málin.