EFLA á Framadögum 2024

31.01.2024

Fréttir
Fólk við kynningarbása.

Framadagar 2023.

EFLA tekur þátt á Framadögum sem verða haldnir í Háskólanum í Reykjavík fimmtudaginn 1. febrúar. Um er að ræða árlegan viðburð fyrir ungt fólk til að kynna sér fyrirtæki og starfsmöguleika, hvort sem er til framtíðar eða vegna sumarstarfa.

Starfsfólk EFLU á staðnum

Framadagar verða settir rétt fyrir kl. 10 á morgun, fimmtudag, með ræðum frá Dr. Ragnhildi Helgadóttur, rektor Háskólans í Reykjavík, og Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands.

Kynningarbás EFLU verður á fyrstu hæð, A-26, og hvetjum við öll áhugasöm til að kíkja við. Starfsfólk EFLU verður á staðnum til að svara spurningum um starfsemi fyrirtækisins og starfsmöguleika. Við hvetjum öðru fremur háskólanema í verkfræði til að kynna sér sumarstörf EFLU, en umsóknarfrestur fyrir þau rennur út sunnudaginn 11. febrúar.

Verið velkomin á kynningarbás EFLU á Framadögum í Háskólanum í Reykjavík, fimmtudaginn 1. febrúar milli kl. 10 og 14:30.