Fréttir

EFLA: Kranar í geimskotsskip

26.1.2009

EFLA vinnur að verkefni í Long Beach í Kaliforníu.

Um er að ræða vinnu við fjóra krana frá norska fyrirtækinu Munck sem er í nánu samstarfi við EFLU.

  • Kranar í geimskotsskip
  • Kranar í geimskotsskip
  • Kranar í geimskotsskip

Verkefni er sérstætt og spennandi vegna þess að kranarnir eru um borð í sérhönnuðu skipi sem sér um að skjóta gervihnöttum á sporbaug umhverfis jörðina.

Gervihnettirnir eru m.a. ætlaðir undir fjarskiptafyrirtæki, útvarpstöðvar (XM Radio) ofl. Kranarnir eru notaðir til að flytja skotflaugarnar til í skipinu.

Fyrirtækið heitir Sea Launch og er í eigu Rússa, Úkraínumanna, Norðmanna og Bandaríkjamanna.

Vinna EFLU hefur m.a. falist í prófunum á krönum og í lagfæringum og leiðréttingu á teikningum.