EFLA og First Water semja um hönnunarráðgjöf

08.03.2024

Fréttir
Tveir menn handsala samning.

EFLA hefur gert samning við First Water um ýmsa hönnunarráðgjöf vegna nýbyggingar á lóð fyrirtækisins við Þorlákshöfn. Um er að ræða vinnsluhús og seiðeldisstöð. First Water, sem áður hét Landeldi, vinnur að uppbyggingu sjálfbærs laxeldis á landi. EFLA sá um hönnun aðveitustöðvar og hefur einnig séð um ýmsa sértæka ráðgjöf á undanförnum árum.

Hönnunarráðgjöf

EFLA hefur gert samning við First Water um ýmsa hönnunarráðgjöf vegna nýbyggingar á lóð fyrirtækisins við Þorlákshöfn. Um er að ræða vinnsluhús og seiðeldisstöð. First Water, sem áður hét Landeldi, vinnur að uppbyggingu sjálfbærs laxeldis á landi. EFLA sá um hönnun aðveitustöðvar og hefur einnig séð um ýmsa sértæka ráðgjöf á undanförnum árum.

Byggingar fullbyggðar árið 2026

Vinnsluhúsið verður byggt upp í einum áfanga en framleiðslueiningum verður bætt við til að auka afköstin. Auk þess verður fullvinnslulínum bætt við í tveimur viðbótaráföngum. Vinnsluhúsið og búnaður fyrir fyrsta áfanga verður fullbyggt um mitt ár 2026. Það er staðsett innan lóðar First Water og er beintengt við eldiskerin. Með því skapast möguleiki á að taka á móti laxi til vinnslu frá öðrum framleiðendum.

Átta þúsund tonn af laxi

Seiðeldisstöðin verður byggð upp í tveimur megináföngum og afköstin aukin í samræmi við framleiðsluna. Seiðeldisstöðin og allur búnaður fyrir fyrsta áfanga verða fullbyggð um mitt ár 2026 en samningur EFLU nær einungis til fyrsta áfanga. Seiðeldisstöðin er staðsett innan lóðar First Water og er beintengt við eldiskerin. Það býður upp á þann möguleika að afgreiða seiði til annarra framleiðenda.

Heildaruppbyggingu First Water er skipt niður í sex áfanga. Framleiðslugeta fyrsta áfanga verður um átta þúsund tonn af laxi á ári en áætlanir miða við að heildarframleiðsla verði að lokum um 50 þúsund tonn og að uppbyggingu verði lokið árið 2028.

Líkan að byggingu.