Fréttir


Fréttir

EFLA tekur þátt í Arctic Circle

14.10.2021

Alþjóðlega ráðstefnan Arctic Circle fer fram í Hörpu 14-17 október og tekur EFLA þátt í ráðstefnunni. Fulltrúar EFLU hafa skipulagt málstofu á laugardaginn um beislun vindorku og framleiðslu rafeldsneytis á norðlægum slóðum. 

 • Arctic Circle og EFLA
  Frá Arctic Circle 2019.

Alþjóðlega ráðstefnan Arctic Circle eða eins og hún er betur þekkt á íslensku sem Hringborð Norðurslóða, er haldin í Hörpu dagana 14.-17. október. Hringborð Norðurslóða er alþjóðlegur vettvangur þar sem að aðilar frá um 60 löndum sameinast til að fjalla um mikilvægi þess að berjast gegn loftlagsbreytingum, samstarf í þeim málum og framtíð norðurslóða. Í ár er áætlað að um 1500 manns mæti á ráðstefnuna.

Málstofan: Getur vindorkan haft áhrif á samfélagið á norðlægum slóðum?

EFLA tekur þátt í ráðstefnunni í ár og hefur gert það síðan 2013. Í ár er EFLA, ásamt samstarfsaðilum, með málstofu þar sem að fjallað verður um tækifærin sem að eru fólgin í því að beisla vindorku og framleiða rafeldsneyti á norðlægum slóðum. Málstofan fer fram laugardaginn 16. október klukkan 11:00 til 12:00 í Esju á fimmtu hæð Hörpu.

Dagskrá málstofu og fyrirlesarar

 • Jón Heiðar Ríkharðsson – Vélaverkfræðingur, C.S., MBA, EFLA
  The role of wind energy and hydrogen in energy and food security of the Arctic
 • Hallmar Halldórsson – Framkvæmdastjóri Clara Arctic Energy
  Hydrogen in the arctic region. Land- and maritime based applications
 • Ari Trausti Guðmundsson – Jarðeðlisfræðingur og rithöfundur
  Sustainability and energy production in the Arctic
 • Alexandra Kjeld – Umhverfisverkfræðingur, EFLA
  Sustainability of wind energy in Iceland - a life cycle perspective

Birta Kristín Helgadóttir frá Grænvangi sér um fundarstjórn og stýrir pallborðsumræðum í lok fundarins. 

Arctic_circle-samsett
Fulltrúar á málstofu EFLU á Arctic Circle 2021.


Einnig mun Hafsteinn Helgasson hjá EFLU taka þátt í málstofu á vegum Háskóla Reykjavíkur semfjallar um kolefnishlutlausa Evrópu og hlutverk endurnýjanlegra orkugjafa á norðlægum slóðum. Hafsteinn mun ræða tækifærin og áskoranirnar sem felast í því að framleiða vetni á Íslandi.

Nánari upplýsingar um Arctic Circle.