Fréttir


Fréttir

EFLA tekur þátt í ráðstefnu í Þýskalandi

9.6.2023

Birta Kristín Helgadóttir, sviðsstjóri á orkusviði EFLU, mun taka þátt í ráðstefnunni Þýskaland og Ísland um hreina orku – Germany-Iceland Clean Energy Summit.

Birta Kristín HelgadóttirRáðstefnan verður haldin í húsnæði sendiráða Norðurlandanna í Berlín, mánudaginn 12. júní. Auk Sendiráðs Íslands standa Green by Iceland og energiewaechter fyrir ráðstefnunni.

Á ráðstefnunni verður fjallað um nýlegar framfarir á sviði endurnýjanlegrari orku og tæknilegar lausnir sem flýta fyrir orkuskiptum. Þar koma saman fulltrúar ríkisstjórna, fyrirtækja og annarra frá Íslandi og Þýskalandi til að ræða leiðir til að efla alþjóðlegt samstarf til að ná loftslagsmarkmiðum. Meðal þátttanda eru Dr. Robert Habeck, efnahags- og loftslagsráðherra Þýskalands, og Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Íslands.

Meðal viðfangsefna á þessu sviði eru landfræðilegar áskoranir þegar kemur að því að að tryggja orkuöryggi. Ísland er stærsti framleiðandi grænnar orku í heiminum miðað við höfðatölu og hefur verið leiðandi í endurnýjanlegri orku í meira en öld. Möguleikinn á að miðla reynslu og þekkingu frá Íslandi til annarra þjóða, sem geta notið góðs af, er því mikilvægur þegar horft er til þeirra alþjóðlegu orkuöryggis- og lofstlagsbreytingaáskoranna sem við horfumst í augu við í dag.

Birta Kristín mun stýra pallaborðsumræðum um jarðhita og fjölnýtingu, en þar verða einnig Dr. Marit Brommer, IGA, Þorleikur Jóhannesson, Verkís, Harpa Pétursdóttir, ON, og Eiríkur Bragason, Arctic Green Energy.

Viðburðinum verður streymt beint á vefsíðu energiewaechter.