Fréttir


Fréttir

EFLA tók þátt í málþingi í Póllandi

16.6.2023

Birta Kristín Helgadóttir, sviðsstjóri á orkusviði EFLU, og Piotr Gburczyk, framkvæmdastjóri ISPOL dótturfyrirtækis EFLU í Póllandi, voru meðal þátttakenda í málþingi um orkumál sem haldið var í íslenska sendiráðinu í Varsjá í Póllandi miðvikudaginn 14. júní.

  • Birta Kristín Helgadóttir, sviðsstjóri á orkusviði EFLU, og Piotr Gburczyk, framkvæmdastjóri ISPOL dótturfyrirtækis EFLU í Póllandi, voru meðal þátttakenda í málþinginu.

Málþingið kallaðist Icelandic - Polish - Cooperation Seminar, on Geothermal Energy, Energy Transition and Carbon Capture and Storage. Sendiherra Íslands í Póllandi, Hannes Heimisson, ávarpaði samkomuna og bauð gesti velkomna. Meðal gesta var einnig utanríkisráðherra Póllands, Arkadiusz Mularczyk.

Birta-piotr-polland-2

Sérfræðiþekking EFLU á sviði endurnýjanlegrar orku og orkuskipta

Sérfræðingar, sveitarstjórnendur og fræðimenn á þessu sviði, Póllandi og Íslandi héldu margs konar kynningar á málþinginu. Birta Kristín var með kynningu fyrir hönd EFLU á hluti málþingsins sem kallaðist Energy Transition, Renewables, Hydrogen and CCS. Kynning Birtu Kristínar fjallaði um sérfræðiþekkingu EFLU á sviði endurnýjanlegrar orku og orkuskipta, með áherslu á þá gríðarlegu og áratugalöngu sérfræðiþekkingu sem fyrirtækið hefur byggt upp á sviði raforkumannvirkja, hönnunar og ráðgjafar á því sviði.

Málþinginu var ætlað að fjalla um ýmsa möguleika og áhuga á auknu samstarfi Póllands og Íslands á sviði jarðhitanýtingar, endurnýjanlegra orkugjafa og orkuöryggis, auk þeirra fjölmörgu tækifæra varðandi orkuskipti, endurnýjanlega orku, vetni og bindingu og förgun kolefnis.

Ennfremur stuðlaði málþingið að því að draga úr mengun og losun koltvísýrings, sem er mikilvægt til að draga úr loftslagsbreytingum, í samræmi við styrkjaáætlun Uppbyggingasjóðs EES, í Póllandi.