Fréttir


Fréttir

EFLU þing LED byltingin..... og hvað svo?

28.8.2017

EFLA verkfræðistofa heldur málþing undir heitinu EFLU þing. Markmiðið er að fræða og skapa grundvöll fyrir umræðu um samfélagsleg málefni og málefni líðandi stundar. Að þessu sinni er haldið EFLU þing sem ber yfirskriftina: LED byltingin.. og hvað svo?

Síðustu áratugi hefur LED tæknin þróast hraðar en nokkur tækni á sviði lýsingar og um er að ræða eina mestu byltingu í lýsingartækni frá upphafi. Á málþinginu verður fjallað um LED lýsingartækni, hvernig tæknin hefur þróast og hvaða möguleikar eru fyrir hendi í lýsingarhönnun með LED.

Við höfum fengið til liðs við okkur áhugaverða fyrirlesara, þar á meðal Kevan Shaw sem er marg verðlaunaður lýsingarhönnuður og hefur haldið fjölmarga fyrirlestra um allan heim. Að auki halda lýsingarhönnuðir EFLU, Kristján Gunnar Kristjánsson og Ágúst Gunnlaugsson, fyrirlestur ásamt formanni Ljóstækni­félagsins, Rósu Dögg Þorsteinsdóttur. 

Hvar og hvenær?

Málþingið verður haldið hjá EFLU verkfræðistofu, Höfðabakka 9, föstudaginn 8.september frá kl. 8.30-12.00. 

Boðið er upp á morgunmat milli 8.30 og 9.00 og er aðgangur ókeypis en nauðsynlegt er að skrá sig fyrir 6.september á vefsíðu EFLU.

Skrá þátttöku  

Dagskráin

Auglysing_dagskra_final