Framúrskarandi 13 ár í röð
EFLA er á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki 2022 samkvæmt mati Creditinfo og er jafnframt eitt af 56 fyrirtækjum sem hefur verið á listanum frá upphafi.
Í 13 ár hefur Creditinfo unnið greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja og veitt Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu fyrir árangurinn. Markviss undirbúningur og þrotlaus vinna liggur að baki framúrskarandi árangri og þurfa þau sem teljast framúrskarandi að uppfylla ströng skilyrði. Einnig hafa kröfur verið auknar um umhverfis-, jafnréttis- og mannréttindastefnu auk samfélagsábyrgðar, sem eru nú lagðar til grundvallar.
“Að vera framúrskarandi fyrirtæki samkvæmt viðmiðum og kröfum Creditinfo er langt í frá sjálfgefið. Að ná þeim árangri öll 13 árin sem þessi viðurkenning hefur verið veitt er afrek sem við hjá EFLU erum afar stolt af. Þessi árangur undirstrikar hvað samheldinn hópur starfsmanna getur áorkað þegar fara saman metnaður og áræðni”, segir Sæmundur Sæmundsson framkvæmdastjóri EFLU, sem tók við viðurkenningunni í vikunni.
Hvað gerir fyrirtæki framúrskarandi?
- Fyrirtækið er í lánshæfisflokki 1-3
- Ársreikningi skal skilað á réttum tíma lögum samkvæmt
- Hefur skilað ársreikningi til RSK síðustu þrjú ár
- Fyrirtækið er virkt samkvæmt skilgreiningu Creditinfo
- Rekstrartekjur að lágmarki 50 milljónir króna síðustu þrjú ár
- Fyrirtæki með rekstrartekjur yfir 10 milljarða þurfa að fylla út spurningalista um sjálfbærni
- Framkvæmdarstjóri skráður í fyrirtækjaskrá RSK
- Rekstrarhagnaður (EBIT) jákvæður síðustu þrjú ár
- Ársniðurstaða jákvæð síðustu þrjú ár
- Eiginfjárhlutfall a.m.k. 20% síðustu þrjú ár
- Eignir að minnsta kosti 100 milljónir króna síðustu þrjú ár