Fyrsta skóflustungan að nýrri viðbyggingu Grensásdeildar

07.10.2023

Fréttir
Few people participating in an outdoor event, possibly planting trees

Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, tók fyrstu skóflustunguna að nýrri viðbyggingu við Grensásdeild Landspítala síðastliðinn fimmtudag. Deildin er endur­hæfingar­deild Land­spítala en þangað koma sjúk­lingar til endur­hæfingar eftir að hafa lokið með­ferð á öðrum deildum spítalans.

Fyrsta skóflustungan að nýrri viðbyggingu Grensásdeildar

Auk ráðherra tóku skóflustunguna Runólfur Pálsson forstjóri Landspítala, Svava Magnúsdóttir fulltrúi Hollvina Grensásdeildar, Arnar Helgi Lárusson formaður SEM samtakanna svo og starfsmenn Grensásdeildar þær Guðbjörg Efemía Magnúsdóttir og Eiríksína Kr. Hafsteinsdóttir.

Nordic Office of Architecture og EFLA annast hönnun viðbyggingarinnar sem verður 4.400 m2 að stærð. Nýbyggingin mun rísa vestan við núverandi aðalbyggingu endurhæfingardeildarinnar. Með henni munu aðstæður til endurhæfingar gjörbreytast og endurhæfingarrýmum fjölga. Einnig verður þar nýr matsalur og ýmis önnur samverurými ásamt tilheyrandi stoðrýmum. Áhersla verður á þarfir sjúklingsins til endurhæfingar og uppbyggingar, en einnig á velferð starfsfólks, aðgengi fyrir alla og góða hljóðvist, lýsingu og innivist.

Hlutverk EFLU felst í allri verkfræðihönnun ásamt verkefnastjórn, hönnunarstjórn, sjálfbærnimálum og BIM samræmingu. Stefnt er að því að stækkun Grensásdeildar verði tekin í notkun 2027.

Computer generated picture of a modern building complex with large windows and a glasshouse, set in landscaped environment

Mynd frá Nordic Office of Architecture