Hönnun á nýju húsnæði Landsbankans frábær samkvæmt BREEAM-umhverfisstaðlinum
EFLA sá um alla verkfræðihönnun og sjálfbærniráðgjöf ásamt því að útvega sérfræðing í BREEAM matsmannshutverk við hönnun nýs húsnæðis Landsbankans við Reykjastræti 6 í Reykjavík.
Byggingin hlaut frábæra einkunn (e.excellent) samkvæmt alþjóðlega BREEAM-umhverfisstaðlinum. Lokavottun mun fara fram þegar byggingu og frágangi verður að fullu lokið.
Hönnun byggingarinnar var í höndum arkitektastofunnar Arkþing-Nordic í samstarfi við C.F. Møller.
BREEAM vottunarkerfið snýr að vottun og vistvænni hönnun bygginga. Með BREEAM vottun er litið til fjölbreyttra þátta bygginga, meðal annars umhverfis- og öryggisstjórnun á byggingar- og rekstrartíma, góða innivist sem tekur t.d. til hljóðvistar, loftgæða og lýsingar, góða orkunýtni og lágmörkun á ýmis konar mengun frá byggingunni.
Nýtt húsnæði Landsbankans við Reykjastræti 6 er fyrsta íslenska byggingin sem hlýtur
hönnunarvottun skv. nýjum BREEAM-staðli sem tók gildi árið 2016.
Stefnt er að því að byggingin í heild sinni fái frábæra
einkunn BREEAM vottunarkerfisins.