Hringrásarveggurinn og Auðlindahringrás fá styrki

05.08.2022

Fréttir
A modern building with large windows and name "EFLA" on its facade

Tvö verkefni EFLU og samstarfsaðila fengu styrki frá umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytinu vegna verkefna sem ætlað er að efla hringrásarhagkerfið. Annars vegar er um að ræða verkefnið Auðlindahringrás í rekstri og hins vegar Hringrásarveggur - efnisval, efnisgæði og hönnun. Hvort tveggja eru nýsköpunarverkefni.

Áherslur beggja verkefna er að stuðla að endurvinnsluúrgangs, s.s. úr plasti, pappír, pappa, málmum, gleri, viði, textíl eða lífbrjótanlegum úrgangi. Áhersla er lögð á að styðja við hágæða endurvinnslu sem felur í sér að úrgangi verði haldið í síendurtekinni hringrás þar sem það er mögulegt.

Auðlindahringrás í rekstri

Í verkefninu Auðlindahringrás í rekstri mun EFLA þróa aðferðafræði til innleiðingar hringrásarhagkerfi í rekstri fyrirtækja og stofnana. Aðferðafræðin verður þróuð og prófuð í starfsemi Landspítalans. Markmið verkefnisins er að bæta auðlindahringrás í rekstrinum og leiða saman öflugan hóp starfsmanna spítalans, hönnuða og sérfræðinga í endurvinnslu og uppvinnu efna á þremur vinnustofum. Áhersla verður lögð á að draga úr notkun auðlinda, bæta flokkun og koma auðlindum í nýtingu og endurvinnslu.

Stuðst verður við aðferðafræði sem þróuð hefur verið í norrænum verkefnum fyrir hringrásarhugsun í framleiðslufyrirtækjum. Árin 2021-2022 hefur EFLA tekið þátt í samnorræna verkefninu CATALYST þar sem hringrásarhagkerfið og miðlun þekkingar milli sérfræðinga er megin áhersla.

Árangur af verkefninu verður metinn með bættri flokkun og minni úrgangi og í formi sparnaðar vegna minni förgunar. Í dag fer 40% af úrgangi frá spítalanum til urðunar. Ef verkefnið stuðlar að því að 5% minna færi í urðun miðað við árið 2021 yrði ávinningur lækkun kolefnisspors um 81 tonn CO2-ígildi. Umhverfisávinningur er einnig ef minna magn af auðlindum er keypt inn og með innkaupaferli með hringrásarhugsun er dregið úr kolefnisspori í framleiðslu. Þegar flokkun er bætt innan spítalans stuðlar það að meiri endurvinnslu.

Áætlað er að verkefnið hefjist í ágúst og er gert ráð fyrir að því ljúki seint í desember árið 2023.

Sérfræðingar hjá EFLU hafa áralanga og breiða þekkingu áumhverfismálum, aðferðafræði við innleiðingu hringrásarhugsunar, vistferilsgreiningum og úrgangsmálum.

Hringrásarveggur - efnisval, efnisgæði og hönnun

Í verkefninu Hringrásarveggur - efnisval, efnisgæði og hönnun mun EFLA hanna innvegg úr íslenskum úrgangsefnum sem stenst tæknilegar kröfur varðandi innivist, hljóðvist og brunavarnir. Verkefnið stuðlar því bæði að samdrætti í losun frá framleiðslu nýrra byggingarefna og bættri nýtingu innlendra úrgangsauðlinda. Áhersla er á þverfaglegt samstarf, gæðaprófanir á efnum og nýsköpun í hönnun. Verkefnið er samstarfsverkefni EFLU, Basalt arkitekta og Jáverks.

Með því að rannsaka valin efni sem eru aðgengileg fæst verðmæt þekking sem nýst getur fyrir marga aðila. Hönnun innveggs úr úrgangsefnum og framleiðsla frumgerðar af slíkum vegg, gerir það auðveldara fyrir verktaka og aðra aðila í byggingariðnaði að nýta sér slíkefni. Þar með verður stórum hindrunum fyrir endurnýtingu ýtt úr vegi.

Árangur verkefnisins verður metinn út frá því hversu mörgefni teljast nýtanleg inn í slíkan innvegg. Þá verður einnig hægt að sjá hvort að kostnaður við að setja upp slíkan vegg sé samkeppnishæfur, hversu sveigjanleg og falleg hönnunin er og hvort innveggurinn standist allar tækni- og gæðakröfur. Umhverfislegur ávinningur verkefnisins tengist mögulegum samdrætti í loftslagsáhrifum byggingariðnaðarins með því að draga úrkolefnisspori við framleiðslu á nýjum byggingarefnum. Auðlindanýting á Íslandi eykst með því að bæta úrvinnslufarvegi fyrir valin efni. Þá getur meiri þekkingum efnisgæði úrgangsstrauma nýst í öðrum verkefnum þar sem endurnýta á efni.

Áætlað er að vinna við verkefnið hefjist í september og verði lokið ári síðar.

Verkefnið leggur mikilvægan grunn fyrir byggingarverktaka á Íslandi sem vilja nýta úrgangsstrauma og efni með lágt kolefnisspor án þess að það hafi áhrif á gæði byggingarinnar.