Innsýn inn í atvinnulífið á Íslandi

16.09.2022

Fréttir
A portrait of a young man

Vilhjálmur Jónsson.

„Það hefur gengið vel að mestu leyti að takast á við þessi verkefni. Þau eru ólík í eðli sínu og hafa veitt innsýn inn í mismunandi hluta fagsviðsins. Það tók tíma að koma sér inn í þau og kynna sér fræðin bakvið ýmsa hluta en reynsla úr háskólanum hefur komið að góðum notum,“ segir Vilhjálmur Jónsson, einn af sumarstarfsfólki EFLU.

Innsýn inn í atvinnulífið á Íslandi

Vilhjálmur kláraði fyrr á þessu ári B.Sc. gráðu í rafmagns- og tölvuverkfræði við Háskóla Íslands og sinnti í sumar verkefnum hjá EFLU í og endurnýjanlegri orku. „Í fyrrasumar vann ég verkefni fyrir Landsnet þar sem áhrif aukins álags á Vesturlandi voru skoðuð. Greint var hvar flöskuhálsar í núverandi flutningskerfi liggja og nokkrar mögulegar lausnir athugaðar. Þetta sumarið hef ég hins vegar verið að vinna að nýsköpunarverkefni þar sem vetnisframleiðsla á Íslandi með vindorku er skoðuð, ásamt því að kynna sér aðferðir til þess að auka áreiðanleika framleiðslunnar,“ segir Vilhjálmur.

Frábært mötuneyti

Þetta er í annað sinn sem Vilhjálmur, sem er 21 árs og alinn upp í Árbænum, hefur starfað sem sumarstarfsmaður hjá EFLU og segir hann að starfsfólkið hafi tekið honum vel. „Það er auðvitað erfitt að kynnast öllum yfir sumarið, þar sem margir eru í fríi dágóðan hluta þess. En starfsmannahittingar og samskipti innan teymisins hjálpa við að mynda tengsl. Það skemmir líka ekki fyrir að vera með frábært mötuneyti þar sem stóru málin eru rædd í hádeginu,“ útskýrir Vilhjálmur.

Hann segir að reynslan sem hann hefur öðlast og mun öðlast hjá Eflu mun tvímælalaust nýtast í frekara námi og í því auka þekkingu á ýmsum sviðum. „Það að vinna hjá svona stóru fyrirtæki, sem sinnir ýmsum verkefnum, veitir líka innsýn inn í atvinnulífið á Íslandi og hvaða tækifæri eru til staðar. Einnig gefur þessi reynsla mér hugmynd um það hvernig ég vil mennta mig frekar, og mun tvímælalaust koma að góðum notum þegar þangað er komið,” segir Vilhjálmur.

Næsta vetur mun hann taka eins árs pásu frá námi. „Stefnan er síðan tekin á að halda í framhaldsnám á næsta ári, en hvar það verður á eftir að ráðast. Lengra fram í tímann mun ég ekki ákveða neitt strax, það mun ráðast síðar,” segir Vilhjálmur að lokum.