Ísgöngin til umfjöllunar erlendis

24.05.2023

Fréttir
Three men in warm clothing posing with a blurred icy background

Hallgrímur Örn Arngrímsson, Baldvin Einarsson og Reynir Sævarsson við opnun ísganganna 2015. Baldvin var hugmyndasmiður að verkefninu með Hallgrími

Reynir Sævarsson, fyrirliði viðskiptaþróunar og nýsköpunar hjá EFLU, og Hallgrímur Örn Arngrímsson, fyrrum starfsmaður EFLU og nú viðskiptastjóri á samgöngu- og umverfissviði Verkís, skrifuðu nýverið saman grein um gerð ísganganna í Langjökli sem formlega opnuð voru í júní 2015.

Ísgöngin til umfjöllunar erlendis

Greinin var birt í blaði ráðstefnunar World Tunnel Congress sem fram fór í Aþenu dagana 12.-18. maí og kynnti Hallgrímur efni greinarinnar á ráðstefnunni. Þar fjalla Hallgrímur og Reynir um aðdraganda verkefnisins, hönnunina og framkvæmdina. Einnig fjölluðu þeir um þann tæknilega lærdóm sem hlaust af verkefninu og þeir vildu koma til skila með greininni.

Hallgrímur átti þátt í hugmyndinni að verkefninu og vann að verkefninu hjá EFLU ásamt Reyni sem fylgdi verkefninu til enda en nú eru 8 ár síðan göngin voru opnuð fyrir ferðamönnum.

Greinina má lesa hér.

A logo featuring stylized graphic of the Parthenon and some text