Konur í orkumálum í heimsókn
Konur í orkumálum mættu í heimsókn í EFLU í síðustu viku þar sem haldnar voru áhugaverðar kynningar og sköpuðust skemmtilegar umræður.
Fundarstjóri var Birta Kristín Helgadóttir, sem mun taka við sem sviðsstjóri orkusviðs EFLU á næstu vikum og Sæmundur Sæmundsson, framkvæmdastjóri EFLU, opnaði viðburðinn með stuttu erindi um EFLU.
Fulltrúar beggja hópa héldu eftir það áhugaverðar og fróðlegar kynningar.
- Dagný Ósk Ragnarsdóttir fjallaði um Konur í orkumálum og það starf sem hópurinn vinnur
- Hrafnhildur Brynjólfsdóttir, skipulagsfræðingur EFLU, fjallaði um vindorkugreiningu í Múlaþingi
- Anna Lilja Sigurðardóttir, raforkuverkfræðingur EFLU, fjallaði um vetnisframleiðslu í vindorku
- Helga J. Bjarnadóttir, sviðsstjóri samfélagssviðs EFLU, fjallaði um kolefnissporsútreikninga
- Júlíana Ingimundardóttir, rafmagnstæknifræðingur EFLU, fjallaði um jarðstrengi
Sæmundur Sæmundsson, framkvæmdastjóri EFLU opnaði viðburðinn með stuttu erindi um EFLU.