Kröflulína 3 spennusett

29.10.2021

Fréttir
Electricity pylon against bright cloudy sky

Kröflulína 3 og eitt af 328 möstrum línunnar.

Lengsta háspennulína sem Landsnet hefur byggt, Kröflulína 3, var spennusett nýverið. Um er að ræða 122 km langa háspennulínu, með 328 möstrum, sem liggur um þrjú sveitarfélög. EFLA tók þátt í verkefninu með margvíslegum hætti og sá meðal annars um verk- og útboðshönnun.

Kröflulína 3 spennusett

Landsnet spennusetti 220 kV Kröflulínu 3 nýverið. Um er að ræða einn legg í endurbyggðri byggðalínu, nánar tiltekið legginn á milli Kröflustöðvar og tengivirkisins í Fljótsdal. Aðkoma EFLU (og áður Línuhönnunar, forvera EFLU) að verkefninu á sér langa sögu, en byrjað var á undirbúningi verksins fyrir um 20 árum en hófst fyrir alvöru árið 2016 með mati á umhverfisáhrifum og verkhönnun línunnar.

Í kjölfarið fór fram útboðshönnun sem hófst árið 2018. EFLA sá um alla fyrrnefnda verkþætti fyrir Landsnet. Línan er fyrir margra sakir merkileg, en í henni eru meðal annars ný mastragerð ásamt tegund bergbolta sem ekki hefur verið notuð áður í háspennulínum á Íslandi en gefa góða raun þar sem grundunaraðstæður eru krefjandi.

Lengsta háspennulína sem Landsnet hefur byggt

Línan er um 122 km löng og eru möstur í henni 328 talsins. Hún liggur samsíða eldri línu um óbyggð svæði þriggja sveitarfélaga; Skútustaðahrepp, Fljótsdalshérað og Fljótsdalshrepp. Línan getur flutt ríflega 550 MVA og eru tvær leiðaragerðir í henni. Framkvæmdin kemur til með að bæta raforkuflutningskerfið, auka stöðugleika og gæði orkuafhendingar á Norður- og Austurlandi.

Verkefnið er stærsta línulagnaverkefni Landsnets hingað til og er EFLA stolt að hafa tekið þátt í því á öllum stigum.

Við óskum Landsneti til hamingju með framkvæmdina og þökkum fyrir ánægjulegt samstarf.

A single electricity pylon centered in a sparse landscape

Kröflulína 3 er 122 km löng og liggur í gegnum þrjú sveitarfélög.