Málþing um hjólaferðamennsku á EFLU

20.02.2012

Fréttir
Fjallendi með snjóbreiðum á Íslandi, texti þar sem stendur 'Vantar mynd'

Tækifæri í hjólaferðamennsku á Íslandi er heitið á málþingi sem fram fer 24. febrúar nk. fyrir tilstuðlan samstarfshóps um hjólaleiðir á Íslandi sem EFLA er þátttakandi í.

Málþing um hjólaferðamennsku á EFLU

Á meðal fyrirlesara er Jens Erik Larssen sem hefur unnið ötullega að uppbyggingu hjólaferðamennsku í Danmörku og EuroVelo verkefninu, sem er Evrópunet hjólaleiða. Einnig verður breski Íslandsvinurinn Tom Burnham, sérfræðingur í hjólaferðamennsku í dreifbýli, með erindi þar sem hann fjallar um hjólalandið Ísland.

Fjölmargir íslenskir fyrirlesarar munu einnig miðla þekkingu sinni.

Málþingið verður í sal EFLU verkfræðistofu, Höfðabakka 9, 110 Reykjavík. Það stendur frá kl. 10.30 - 15.30.

Þátttökugjald er 4.000 kr, almennt verð og 2.000 kr fyrir námsmenn og atvinnulausa. Innifalið í því eru kaffiveitingar og hádegisverður.