Fréttir


Fréttir

Minna kolefnispor bygginga

BREEAM, kolefnisspor bygginga, kolefnisspor í hönnunarferli bygginga, hringrásarvegginn, grænt húsnæði framtíðarinnar, Matarspor

9.11.2022

Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir, orku- og umhverfisverkfræðingur hjá EFLU, hélt fyrirlestur á Degi grænni byggðar sem var haldinn í IÐNÓ fyrir stuttu. Fyrirlesturinn, sem hún kallaði Minna kolefnispor bygginga – hvar liggja tækifærin í hönnun?, fjallaði um hvernig hönnun skilar lægra vistspori í mannvirkjagerð.

  • thorhildur-fyrirlestur-2
    Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir, orku- og umhverfisverkfræðingur hjá EFLU.

Þar fjallaði hún m.a. um BREEAM byggingar sem EFLA hefur unnið að, kolefnisspor bygginga og möguleika til að draga úr því, kolefnisspor í hönnunarferli bygginga, hringrásarvegginn, grænt húsnæði framtíðarinnar, Matarspor og fleira. Auk þess að taka dæmi um hvernig starfsfólk EFLU hefur unnið með þetta í sínum verkefnum.

Viðburðurinn hófst með 12 áhugaverðum erindum þar sem fagfólk í sjálfbærni í byggingargeiranum flutti. Yfir 130 þátttakendur tóku þátt í Degi grænni byggðar.