Fréttir


Fréttir

Nýr vatnstankur í Mosfellsbæ

fráveitur, veitur, tankur

17.11.2021

Nýverið lauk framkvæmdum við byggingu vatnstanks í Úlfarsfellshlíðum í Mosfellsbæ. EFLA kom að öllum áföngum verkefnisins og sá m.a. um forathugun, verkhönnun og landmótun.

  • Vatnstankur sem EFLA hannaði í Mosfellsbæ
    EFLA sá um verkhönnun nýs vatnstanks í Mosfellsbæ sem er staðsettur við Úlfarsfell.

Um er að ræða umfangsmikið verkefni, sem var unnið fyrir Mosfellsbæ, og var skipt í nokkra áfanga. Í fyrsti hluta verkefnisins, sem hófst 2016, fór fram forathugun á fýsileika og kerfisgreiningar á vatnsveitukerfi í Mosfellsbæjar, valkostagreining og að lokum val á staðsetningu vatnstanks.

Í framhaldi tók við hönnunarferli verkhönnunar sem EFLA sá um. Framkvæmdinni var skipt upp í þrjá áfanga og var sá fyrsti boðinn út um mitt ár 2019.

Mannvirkið fellur vel inn í landslagið

Mikil áhersla var lögð á að mannvirkið myndi falla vel inn í landslagið og verða fallegur hluti af útvistarsvæðinu í Úlfarsfelli. Við hönnun, frágang og landmótun voru þessi atrið höfð að leiðarljósi en að sama skapi var ávallt hugað að því að skerða nauðsynlega aðkomu að þessu stóra veitumannvirki.

EFLA óskar Mosfellsbæ til hamingju með nýja vatnstankinn sem kemur til með að nýtast ört stækkandi bæjarfélagi og auka rekstraröryggi vatnsveitu Mosfellsbæjar.

Vatnstankur - Mosfellsbaer - Verkhönnun EFLAFulltrúar EFLU og vatnsveitu Mosfellsbæjar skoða nýja mannvirkið.

Vatnstankur - Mosfellsbaer - Verkhönnun EFLAMynd tekin á framkvæmdartíma og hér sést inn í vatnstankinn.

Vatnstankur - MosfellsbaerMannvirkið er útbúið nýjustu tækjum og stjórnkerfum.

Vatnstankur - Mosfellsbaer - Verkhönnun EFLAHugað var sérstaklega að allri ásýnd mannvirkisins og að það félli vel inn í landslagið.