Fréttir


Fréttir

Rammasamningur í áhættugreiningu í Noregi

9.4.2014

EFLA verkfræðistofa hefur gengið frá rammasamningi við norsku vegagerðina, Statens Vegvesen, um áhættugreiningar fyrir vegi og jarðgöng.
  • Landflutningar - Shutterstock

EFLA var efst tólf norskra og íslenskra verkfræðistofa þar sem metið var út frá hæfni, skilningi á verkefninu og verði. Þetta er fyrsti rammasamningur EFLU í áhættugreiningu í Noregi.

EFLA er nú þegar með 7 aðra rammasamninga við norsku vegagerðina og var Statens Vegvesen annar stærsti viðskiptavinur EFLU árið 2013.

Nýverið lauk EFLA umfangsmikilli áhættu- og áfallaþolsgreiningu vegna lengingar á Óperugöngunum í miðborg Oslo, þar sem beytt var ýmsum nýjungum til að tryggja ásættanlegt öryggi. Auk þess hefur verið unnið að margvíslegum áhættugreiningum á vegum og jarðgöngum síðustu ár.