Fréttir


Fréttir

Reynsla sem hefur mótað áhugasviðið

9.9.2022

„Mér hefur tekist ágætlega að vinna öll verkefnin. Þau hafa verið mis krefjandi en alltaf jafn skemmtileg og fjölbreytt,” segir Sara Kolodziejczyk, 23 ára sumarstarfsmaður EFLU á Egilsstöðum. Sumarið var hennar þriðja hjá fyrirtækinu.

  • Sara-kolo-web
    Sara Kolodziejczyk.

„Ég hef verið að fást við ýmislegt, bæði lítil og stór verkefni,” segir Sara og bætir við. „Ég var t.d. að vinna á Egilsstaðaflugvelli síðasta sumar við malbikun, var að leysa af í sumar í eftirliti með vegaframkvæmdum og drónamæla yfirfallið í Kárahnjúkastíflu, svo eitthver dæmi séu nefnd.”

Sara-kolo-verk-webSara drónamælir yfirfallið í Kárahnjúkastíflu.

Áfram hjá EFLU eftir nám

Sara segir að henni hafi verið virkilega vel tekið hjá EFLU. „Ég hef fengið mjög góðar viðtökur á skrifstofunni hér fyrir austan. Það er alltaf mjög gaman í vinnunni og allir alltaf hressir,” útskýrir Sara sem telur jafnframt að þessi reynsla muni reynast henni vel í framtíðinni.

„Reynslan við að vinna hjá EFLU er gríðarleg og hefur nú þegar mótað áhugasviðið mitt og hvað ég ákvað að taka fyrir í meistaranámi,” segir Sara. „Ég er búin að læra fullt á ýmsum sviðum og er alltaf að fá ný og ný verkefni sem ég hef ekki gert áður sem kennir mér alveg helling.”

Sara er útskrifuð með BS-gráðu í umhverfis- og byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands og stundar núna meistaranám í byggingarverkfræði við sama skóla. „Ég stefni á að skila af mér meistararitgerðinni næstkomandi vor og vinna áfram hjá EFLU eftir það,” segir Sara að lokum.

Sara-kolo-verk1-webSara við störf í hennar starfi hjá EFLU.