Samfélagssjóður EFLU styrkti fjögur verkefni

08.12.2022

Fréttir
The photo shows abstract circular geometrical designs with some texts

Samfélagssjóður EFLU hefur veitt fjárstyrki til fjögurra samfélagsverkefna í haustúthlutun sjóðsins. Markmið sjóðsins er að styðja við framtak einstaklinga og hópa sem stuðla að farsælli þróun samfélagsins, auknum lífsgæðum og fjölbreyttu mannlífi.

Samfélagssjóður EFLU

Samfélagssjóður EFLU hefur verið starfræktur frá 2013 og er úthlutað úr sjóðnum tvisvar á ári. Umsóknir eru metnar út frá markmiðum sjóðsins, markmiðum EFLU og áherslum valnefndar, en alls bárust 137 umsóknir.

Auk þess var ákveðið að Samfélagssjóðurinn myndi styrkja matarúthlutun fyrir jólin og Fjölskylduhjálp Íslands valin í því samhengi.

Umsóknarfrestur fyrir næstu úthlutun sjóðsins er 15. apríl 2023.

Eftirfarandi verkefni hlutu styrk

  • ABC barnahjálp

ABC hefur sent mataraðstoð til fjölskyldur sem búa nálægt ABC skólanum. Nú skal gera við grunnskóla ABC barnahjálpar í Sheikhupura og heimili í nágrenni skólans sem skemmdust í flóðum sem hafa geysað á svæðinu og þúsundir fjölskyldna sem misstu heimilin sín.

  • Félag Horizon - Pangeakeppnin

Pangeu er stærðfræðikeppni fyrir nemendur í 8. og 9. bekk í grunnskólum landsins. Aðalmarkmið keppninnar er að vekja áhuga ungs fólks á stærðfræði og að gera nemendum alls staðar á Íslandi kleift að spreyta sig og taka þátt, óháð kyni, búsetu og uppruna.

  • Hringrásarsetur Íslands - Reddingakaffi

Hringrásarsetur Íslands býður upp á svokölluðu Reddingakaffi. Um er að ræða viðburði víða um land þar sem fólki er boðin kennsla í því að gera við hluti og mikilvægi þess að laga og uppfæra í stað þess að henda og endurnýja.

  • Fjölskylduhjálp Íslands – mataraðstoð

Aðstoða fátækt fólk með matvæli, lyf, hársnyrtingu, fatnað, ungbarnavörur og leikföng. Jólamánuðurinn sker sig alltaf úr þegar þúsundir einstaklinga ár hvert njóta aðstoðar til að halda gleðileg jól.

Í næstu viku munum við segja nánar frá þessum verkefnum.