Fréttir


Fréttir

Samfélagssjóður EFLU veitir styrki til sjö verkefna

4.6.2021

Samfélagssjóður EFLU hefur veitt styrki til sjö uppbyggjandi og jákvæðra verkefna sem nýtast samfélaginu.

Markmið með styrkjum úr Samfélagssjóðnum er að styðja við framtak einstaklinga og hópa sem stuðla að farsælli þróun samfélagsins, lífsgæðum og fjölbreyttu mannlífi.

Umsóknir voru metnar út frá markmiðum sjóðsins, markmiðum EFLU og áherslum nefndarinnar.

Verkefnin sem hlutu styrk að þessu sinni

  • Handverkshátíð í Eyjafjarðarsveit 
    Styrkur til að standa straum af handverkshátíð og bændamarkað sumarið 2021

  • Sambýlið Laugaskjól
    Styrkur til að koma upp gróðri og plöntum fyrir gróðurkassa

  • Klettabær
    Styrkur til að koma upp rafíþróttaaðstöðu fyrir þjónustunotendur í Klettabæ

  • Pílukastfélag Fjarðabyggðar
    Styrkur til að koma upp nýrri aðstöðu fyrir pílukast sem nýtist samfélaginu

  • Göngufélag Suðurfjarða
    Styrkur til að setja upp skilti með æfingum á gönguleið ofan við Fáskrúðsfjörð og innan bæjarins 

  • MEMA Nýsköpunarhraðall
    Styrkur sem nýtist sem verðlaunafé í nýsköpunarsamkeppni milli framhaldsskóla

  • Blái herinn
    Styrkur sem nýtist hreinsunarstarfi Bláa hersins á Reykjanesi

Við óskum öllum styrkhöfum hjartanlega til hamingju með styrkinn við verkefni sín. Jafnframt þökkum við öllum sem sendu umsókn um styrk í Samfélagssjóð EFLU og óskum þeim góðs gengis.

Nánar um samfélagssjóð EFLU

Myndir af styrkhöfum - Smelltu á örvarnar til að skoða

Handverkshátíð - samfélagssjóðurHandverkshátíð í Eyjafjarðarsveit. Til vinstri. María Hólmgrímsdóttir, verkefnastjóri Matarstígs Helga magra og Kristín Anna Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Handverkshátíðarinnar og hönnuður hjá N4

Fab lab teamMEMA nýsköpunarhraðall. Bryndís Steina, Þóra og Hafliði.

BlaiherinnBlái herinn við hreinsun á Merkines þann 8 maí 2021.

SkjolLilja Ingvarsdóttir (til vinstri) og Ása Lind Þorgeirsdóttir (til hægri) frá Laugaskjóli.

Klettabaer-1Frá vinstri, Guðjón Þ. Gíslason, annar eiganda og framkvæmdastjóri Klettabæjar, Andri Tómas Gunnarsson deildarstjóri náms- og starfsseturs Klettabæjar og Hólmar Freyr Sigfússon, verkefnasstjóri.

Gongufelagid-1Stjórn Göngufélags Suðurfjarða