Sumarstarfsfólk EFLU

23.08.2021

Fréttir
Several individuals posing for a photo outdoor, with some seated on a pallet benched and others standing

Hluti af sumarstarfsfólki EFLU 2021.

EFLA leggur mikla áherslu á góð tengsl við háskólasamfélagið og á hverju ári eru efnilegir nemar ráðnir til starfa. Í sumar voru 20 aðilar sem bættust í hóp starfsmanna EFLU. Þau sinntu sinntu fjölbreyttum verkefnum á flestum sviðum ásamt þremur áhugaverðum nýsköpunarverkefnum.

Sumarstarfsfólk EFLU

Sumarstarfsfólk var ráðið á öll fjögur svið og starfsstöðvar EFLU og sinntu þau margvíslegum verkefnum. Þar á meðal voru þrjú nýsköpunarverkefni sem hlutu styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna. Um er að ræða afar spennandi verkefni þar sem verið er að rannsaka snjallari almenningssamgöngur, íslenska hampsteypu og framleiðslu og útflutnings vetnis.

EFLA leggur ríka áherslu á að veita ungu starfsfólki ráðrúm og traust til að axla ábyrgð í verkefnum undir handleiðslu reyndari starfsmanna. Útkoman verður oft á tíðum kröftug blanda ferskrar sýnar á viðfangsefnin í bland við reynslubankann.

Við þökkum sumarstarfsfólki okkar fyrir ánægjuleg kynni og gott samstarf í sumar og óskum þeim alls hins besta í áframhaldandi námi.