Fréttir


Fréttir

Þekkingarfyrirtæki sem byggir á mannauði - viðtal í Fréttablaðinu

FKA, konur, viðtal

20.1.2022

Viðtal við þær Jónínu, Helgu og Ingibjörgu, sem eru sviðsstjórar, hjá EFLU birtist í sérblaði sem FKA (Félag kvenna í atvinnulífinu) og Fréttablaðið gefa út.

  • Sviðsstjórar hjá EFLU
    Jónína Björk Vilhjálmsdóttir, sviðsstjóri markaðsþróunar, Ingibjörg Sigrún Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannauðs og Helga J. Bjarnadóttir, sviðsstjóri samfélags sitja í framkvæmdastjórn EFLU.

Umfjöllunarefnið var m.a. stefnumörkun félagsins til næstu fimm ára og sú áhersla EFLU að skilgreina sig sem þekkingarfyrirtæki. Jónína, Ingibjörg og Helga sögðu einnig frá áherslum EFLU þegar kemur að mannauðsmálum, stafrænni þróun, sjálfbærni, nýsköpun og verkefnum sem snúa að því að auka virði til viðskiptavina.

Þá kom fram að mikilvægasta auðlind fyrirtækisins er mannauðurinn og sögðu þær stöllur frá jafnlaunavottun EFLU þar sem launamunur kynja mælist undir 1%, störfum án staðsetningar og flötu skipulagi með dreifðri ábyrgð. 

Nýsköpun hefur einnig mikið vægi hjá EFLU og var sagt frá nýsköpunarumgjörð fyrirtækisins og nokkrum verkefnum sem hafa sprottið upp úr nýsköpunarvinnu eins og t.d. Matarspor

Mikil áhersla er lögð á sjálfbærni og vistvænar lausnir í allri ráðgjöf EFLU og meðal nýlegra og eftirtektarverða verkefna eru vinningstillagan um nýja brú yfir Fossvog og sigur í hönnunarsamkeppni um tillögu að byggingu sem mun rísa á mótum Suðurlandsbrautar og Lágmúla. 

Lesa má allt viðtalið í neðangreindri grein.

Viðtal við EFLU 

Árlega gefur FKA og Fréttablaðið út sérblað sem er ætlað að kynna allt það góða starf sem konur í atvinnulífinu eru að inna af hendi, hvort sem þær séu í ábyrgðastöðu eður ei. Einnig er blaðinu ætlað að kynna starfsemi Félags kvenna í atvinnulífinu, FKA.

Blaðið í heild sinni