Vel heppnuð málstofa EFLU á Arctic Circle

25.10.2023

Fréttir
An audience facing a panel of speakers and a presenter standing next to a screen displaying a PowerPoint

Alþjóðlega ráðstefnan Arctic Circle eða Hringborð Norðurslóða lauk um helgina í Hörpu, Reykjavík. Þar stóð EFLA stóð fyrir málþinginu „Shipping Toward the Green Future“ sem fjallaði um orkuskipti í höfnum.

Arctic Circle

Fyrirlesarar á viðburðinum voru Majid Eskafi og Jón Heiðar Ríkharðsson frá EFLU, Þorsteinn Másson frá Bláma, Hilmar Pétur Valgarðsson frá Eimskipafélagi Íslands og Robert Howe frá Bremenports í Þýskalandi. Ágústa Loftsdóttir sérfræðingur EFLU var málstofustjóri. Hægt er að lesa sér nánar til um inntak málstofunnar HÉR.

Mikill áhugi var á málstofunni en setið var í hverju sæti. Þorsteinn Másson framkvæmdarstjóri Bláma segir: „Það var greinilega mikill áhugi á málstofu EFLU á Arctic Circle en setið var í hverju sæti. Það var mjög áhugavert og fróðlegt að heyra hvernig hafnirnar munu spila stærra hlutverk í orkuskiptunum en ég hafði gert mér grein fyrir.“

Umræða um orkuskipti hafna og í skipaflutningum er sívaxandi og þörf, líkt og Hilmar Pétur Valgarðsson framkvæmdarstjóri rekstrarssviðs Eimskipafélags Íslands nefnir: „Ég vil þakka EFLU fyrir að standa fyrir umræðu um orkuskipti í flutningum því það er mikil þörf á umræðu um þetta mikilvæga verkefni. Tæknin er taka mjög stór skref fram á við en við þurfum að leggja enn meiri áherslu á að framleiðsla á grænum orkugjöfum fylgi þeirri framþróun. Stjórnvöld og allir hagaðilar þurfa að snúa bökum saman í að tryggja framboð af grænni orku til að metnaðarfullum markmiðum í orkuskiptum í flutningum verði náð.“

Majid Eskafi, hafnarverkfræðingur hjá EFLU bendir á mikilvægi þess að hagsmunaaðilar standi saman í ferðalagi sínu í átt að orkuskiptum og segir: „Málstofan var frábært dæmi um þann vilja og dugnað sem hagsmunaaðilar er reiðubúnir að leggja fram í siglingu sinni í átt að kolefnislausri framtíð.“

EFLA vill þakka Arctic Circle innilega fyrir glæsilega ráðstefnu og utanumhald og eins öllum þeim sem lögðu til málstofunnar „Shipping Toward the Green Future.“

Meðfylgjandi eru myndir frá viðburðinum: