Fréttir


Fréttir

Verðlaun fyrir Grænu skófluna

7.11.2022

Starfsfólk EFLU tók þátt í endurbótum á leikskólanum Brákarborg sem hlaut verðlaunin Græna skóflan 2022, en verðlaunin voru veitt á Degi grænni byggðar fyrir stuttu. 

  • graena-skoflan

Verðlaun þessi eru fyrir mannvirki, hannað og byggt með framúrskarandi vistvænum og sjálfbærum áherslum, en þetta var í fyrsta skipti sem þau voru veitt.

Þáttur starfsfólks EFLU var að gera vistferilsgreiningu fyrir endurbæturnar og bera kolefnisspor endurbótanna saman við samsvarandi nýbyggingu, til að draga fram ávinninginn af endurbótunum. Þetta var í fyrsta sinn sem kolefnisspor endurbóta er reiknað á Íslandi.

Guðrún María Guðjónsdóttir, byggingarverkfræðingur hjá EFLU, sá um framkvæmd LCA greiningarinnar og Sigurður Loftur Thorlacius, umhverfisverkfræðingur hjá EFLU, sá um verkefnastjórn og rýni.

Graena-skoflan-1Samanburður á kolefnisspori annars vegar fyrir endurbætur og hins vegar fyrir nýbyggingu, þ.e. ef byggt væri frá grunni.