Fréttir


Fréttir

Viljayfirlýsing EFLU og 2012: rafbílavæðing á Íslandi

26.6.2009

Á heimasíðu 2012 stendur m.a.: "Átaksverkefnið 2012 boðar nýtt upphaf í notkun bíla á Íslandi.

  • Rafbíll

Markmiðið er að bílafloti landsmanna verði að stærstum hluta knúinn áfram af raforku fyrir árslok 2012.

Til að það markmið náist þarf fyrst að sannfæra Íslendinga um að þetta sé framkvæmanlegt. 2012 hefur þegar hafist handa við að byggja upp kerfi sem gefur notendum rafbíla kost á því að tengja bílana sína við rafhleðslupósta um land allt.

Það mun tryggja að eigendur rafbíla geta keyrt áhyggjulausir um landið þó að hleðslan minnki

Fyrir skömmu var skrifað undir viljayfirlýsingu á milli EFLU og 2012 um þetta framtíðarverkefni sem greint hefur verið frá í Morgunblaðinu.

Hlutverk EFLU er að veita ýmis konar sérfræðiaðstoð eftir því sem verkefninu vindur fram.

Framtíðartónlist sem þessi fellur vel að kjörorði EFLU:,,ALLT MÖGULEGT"