Framkvæmdasýsla ríkisins hefur auglýst eftir tilboðum í byggingu gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs á Skriðuklaustri (ein af fjórun nýjum gestastofum), en hún verður fyrsta byggingin hér á landi sem verður byggð samkvæmt vottuðum vistvænum byggingarstöðlum.
Vistvæn bygging: Ráðgjöf EFLU
Útboðið er unnið samkvæmt nýsamþykktri stefnu ríkisstjórnarinnar um vistvæn innkaup.
Arkitektar Gestastofunnar á Skriðuklaustri eru Arkís efh. en EFLA. hefur annast umhverfisráðgjöf í samstarfi við Mott MacDonald.
Kynningarfundir fyrir bjóðendur hafa verið haldnir fyrir austan og í Reykjavík.