EFLA á sér langa sögu við viðgerðir og endurnýjun sögufrægra eða verndaðra bygginga.
Laugavegur 49
Nýjasta verkið sneri að virðulegu húsi að Laugavegi 49 í Reykjavík en Húsafriðunarnefnd hefur lagt til að það verði friðað.
Framkvæmdirnar miðuðust við það. Um var að ræða endurbætur á þaki.
Þær fólst fyrst og fremst í lagfæringum á fúaskemdum, endurnýjun á bárujárni á þaki hússins og hluta af þakgluggum.
Haldið er í sem mest af upprunalegu útliti hússins.
Þakið er mansardþak (brotþak), kennt við franskan húsameistara Francois Mansart (1598-1666).
Slík þök þekkjast víða á meginlandi Evrópu og gefa þau byggingum sérstætt yfirbragð en eru sjaldgæf hérlendis.
Þakið á Laugavegshúsinu er með tveimur röðum þakglugga á báðum þakflötum ásamt þakkúplum í mæni.
Neðri hluti þaksins er með boga.
Skipt var um járn á þakinu og það klætt með hefðbundnum bárujárnsplötum.
Allt tréverk var endurnýjað á þakkanti hússins ásamt rennum og niðurföllum.
Í efri hluta þaksins var skipt um alla glugga á suðurhlið.
Verktaki við verkið var Burstafell ehf.
Viðgerðirnar þykja mjög vel heppnaðar og er það samdóma álit að varðveisla útlits og verndunarsjónarmið hafi verið höfð í heiðri.