Smávirkjanir
Virkjun, Fallvatnsvirkjun, Virkjanakostur, Stífla, Stíflur, Smástífla, Virkjanir
Víða um land eru álitlegir virkjanakostir undir 10 MW sem eru stærðarmörk rammaáætlunar. Áhugi á slíkum smávirkjunum fer vaxandi og mikilvægt að meta virkjunarmöguleika vel áður en ráðist er í framkvæmdir.
EFLA hefur um langt skeið unnið að ýmsum smávirkjanaverkefnum og hafa sérfræðingar okkar mikla þekkingu og reynslu á slíkum virkjunarkostum.
Tengiliður
Árni Sveinn Sigurðsson Vélaverkfræðingur M.Sc. Sími: +354 412 6710 / +354 665 6710 Netfang: arni.sigurdsson@efla.is Akureyri
Verkefni á sviði smávirkjunar eru fjölbreytt og hafa náð frá frumhönnun og mati á kostnaði og framleiðslu, til hönnunar og umsjónar með framkvæmd. Einnig hefur EFLA unnið heildstæða úttekt virkjunarkosta sveitarfélaga í tengslum við skipulagsgerð og auðlindastefnu.
Á meðal þjónustusviða eru
- Frummat virkjunar: fallhæð, rennsli afköst
- Aðstæður til virkjunar, tenging við dreifikerfi, umhverfisáhrif
- Frumhönnun og áætlanir, kostnaðaráætlun, hagkvæmnimat
- Tilkynning til Skipulagsstofnunar - umhverfismat framkvæmda
- Deiliskipulagsgerð
- Mannvirkjahönnun: inntaksmannvirki, þrýstipípa, stöðvarhús
- Hönnun eða val vél- og rafbúnaðar
- Útboð og umsjón framkvæmda
- Heildstæð úttekt virkjunarkosta sveitarfélaga vegna skipulags og auðlindastefnu
Þættir sem þarf að skoða við undirbúning og hönnun nýrrar virkjunar:
Virkjunarkostur: fallhæð - rennsli - afköst
Kort, myndkort eða mælingar, t.d. GPS
Rennslismælingar
- Yfirfallsstífla
- Vatnamælingar Veðurstofu
- Leiðbeiningar Vatnamælinga (Sigurjón Rist)
Aðstæður: stífla - rör - stöðvarhús - tenging við dreifikerfi
Inntaksmannvirki - stífla - lón – aðkoma
Þrýstipípa - landslag og gróður í pípustæði
Stöðvarhús - aðgengi – frárennsli
Frumhönnun – framleiðsla – kostnaður – hagkvæmni
Framleiðsluáætlun
- Mismunandi rennsli – áætla orkuframleiðslu hvers mánaðar
Tekjuáætlun
- Eigin notkun eða orkusala
- Mismunandi verð eftir árstíma og afli „dreifikerfishluti“ orkuverðs
Kostnaðaráætlun
- Helstu mannvirki og vélbúnaður
- Kostnaður við tengingu ef við á
Hagkvæmnimat
- Núvirtar tekjur á endingartíma virkjunar bornar saman við framkvæmdakostnað
Vatnsréttindi – land – tengisamningur - fjármögnun
Vatnsréttindi
- Aðild landeigenda eða leiga vatnsréttinda
Dreifikerfi - orkusala
- Samrekstrarsamningur við dreifiveitu ef við á
- Viljayfirlýsing eða drög að orkuviðskiptasamningi
Fjármögnun
- Eigin fjármögnun
- Lánastofnanir
- Styrkir
Tilkynning til sveitarfélags eða Skipulagsstofnunar – umhverfismat?
- Er virkjun stærri en 200 kW?
- Lýsing framkvæmdar og umhverfisáhrif
- Úrskurður um mat á umhverfisáhrifum
- Umsagnir stofnana og samráð
Framkvæmdaleyfi – virkjunarleyfi
Framkvæmdaleyfi þarf til meiri háttar framkvæmda sem áhrif hafa á umhverfið og breyta ásýnd þess.
Sveitarstjórn veitir framkvæmdaleyfi. Virkjunarleyfi þarf til að reisa og reka raforkuver. Þó þarf ekki slíkt leyfi vegna raforkuvera með uppsettu afli sem er undir 1 MW nema orka frá raforkuveri sé afhent inn á dreifikerfi dreifiveitna.
Orkustofnun veitir virkjunarleyfi.
Mannvirki: stífla – þrýstipípa – stöðvarhús - rafstrengur
Byggingarnefndarteikningar stíflu og stöðvarhúss
Burðarþolsteikningar stíflu og stöðvarhúss
Vélbúnaður - rafbúnaður - stjórnbúnaður
Vélargerð
- Pelton-hverflar: Gerðir fyrir mikla fallhæð og lítið rennsli
- Francis-hverflar: Fyrir meðalfallhæð og meðalrennsli
- Kaplan eða skrúfuhverflar: Fyrir litla fallhæð og mikið rennsli
- Turgo-hverflar: Virka svipað Pelton, en vatnshjól er ósamhverfi
- Þverstreymishverflar: Fyrir litla fallhæð og breytilegt rennsli