Tengivirki

Aðveitustöð, Flutningskerfi, Dreifikerfi, Raforkukerfi, Spennistöð,

Tengivirki og aðveitustöðvar eru lykilpunktar í flutnings- og dreifikerfum raforku. 


EFLA býður upp á alhliða ráðgjöf varðandi tengivirki og aðveitustöðvar, allt frá frumathugunum til framkvæmda­eftirlits og gangsetningar auk athugana og endurbóta á eldri mannvirkjum.

Tengiliðir

Kröfur til stöðugrar og tryggrar afhendingar raforku fara vaxandi og skiptir góð hönnun tengivirkja og aðveitustöðva þar miklu máli.

Sérfræðingar EFLU búa yfir alhliða þekkingu og víðtækri reynslu í athugunum og hönnun á tengivirkjum og aðveitustöðvum við breytilegar og oft mjög krefjandi umhverfisaðstæður. Þekking og reynsla EFLU byggist m.a. á athugunum á umhverfisálagi, kerfisrannsóknum, raffræðilegum greiningum o.fl.

Hagsmunir náttúru og samfélags hafðir að leiðarljósi

Þrátt fyrir mjög krefjandi umhverfisaðstæður leitast EFLA við að finna öruggar og hagkvæmar lausnir fyrir öll verkefni og hanna tengivirki með hagsmuni náttúru og samfélags að leiðarljósi, með því að lágmarka áhættu við framkvæmd og rekstur.

EFLA hefur komið að hönnun og eftirliti fjölmargra tengivirkja og aðveitustöðva, m.a. á Kolviðarhóli, Búðarhálsi, Klafastöðum, í Bolungarvík, Ólafsvík og Öræfum.

Á meðal þjónustusviða eru

 • Mat á umhverfisáhrifum
 • Umsjón skipulags- og leyfismála, samskipti við hagsmunaaðila
 • Jarðvegsrannsóknir
 • Gerð hönnunarforsenda
 • Hönnun háspennukerfa og hjálparkerfa
 • Hönnun byggingarvirkja
 • Hönnun húskerfa
 • Hönnun jarðskauta
 • Áætlanagerð
 • Kostnaðaráætlanir
 • Áhættugreiningar
 • Gerð útboðsgagna við kaup og uppsetningu rafbúnaðar
 • Gerð útboðsgagna fyrir byggingarvirki
 • Aðstoð við samningagerð
 • Hönnunareftirlit
 • Verkeftirlit
 • Ráðgjöf á verktíma
 • Ástandsmat á eldri tengivirkjum bæði byggingarvirki og rafbúnaður
 • Gerð viðbragðsáætlana

Tengd þjónusta


Var efnið hjálplegt? Nei